Hugmyndafræði Áskorunar - Our Philosophy

  • Print

Hugmyndafræði Áskorunar ehf má lýsa með orðunum hér á eftir. Þau lýsa viðhorfum okkar og afstöðu til lífsins.

Frelsi - Freedom:  Við trúum á frelsi einstaklingsins til að vera gerandi í eigin lífi og við trúum að þessu frelsi fylgi bæði val og ábyrgð. Við trúum því jafnframt að einstaklingsfrelsið endi þar sem frelsi þitt og frelsi mitt mætast, og eftir það verðum við að semja til hagsbóta fyrir báða.

We believe in personal freedom where the person is the creator of their life story, with the choices and responsibilities that are included.

Eignarhald – Ownership:  Við erum eigendur upplifana okkar, reynslu og náms – og sjálf gefum við þeim merkingu.

We have ownership of our experiences and learning - and only we can give them meaning.

Virðing & heiðarleiki - Respect & Honesty eru gildi sem við metum mikils og eru altæk, hvort heldur það er gagnvart okkur sjálfum, öðrum, samfélaginu og umhverfinu. 

 Respect and Honesty are values that in our view are universal, whether they concern ourselves, others, community or the environment.

Trúmennska – Loyality: Að okkar mati felst í orðinu trúmennska, að vera trúr sjálfum sér, að vera trúr verkefnum sínum og viðfangsefnum, að vera trúr öðrum mönnum, að vera trúr öðrum lífverum á jörðinni og Jörðinni sjálfri. Að sýna trúmennsku í lífinu táknar að við reynum að bæta heiminn á meðan við dveljum í honum, og skiljum við hann í betra ástandi en þegar við komum í hann.

To us, loyality means to loyal and true to: Yourself; to your responsibilities; to others; to other beings; and to Mother Earth. It means to try to improve the world and leave it in a little bit better state than when we came.

Áskorun & áhætta – Challenge & Risk: Okkur er ljóst að að lífið og allt nám felur í sér áskorun og áhættu, sem einstaklingurinn þarf bæði að vera meðvitaður um og taka tillit til. Okkur er einnig ljóst að eins og skjaldbakan, komumst við ekkert áfram nema við stingum höfðinu út úr skelinni!

There is no life nor learning without elements of challenge and risk, that we need to be aware of. And we know that, like the tortoise, we never get anywhere without sticking our head out of the shell.

Samstarf & samkeppni – Cooperation & competition: Samkeppni - hefur leitt af sér mikla þekkingarsköpun og mikinn árangur í að nýta auðlindir heimsins mönnum til hagsbóta, en of mikil samkeppni á öllum sviðum veldur fjandskap og sundrar samstöðu og samfélögum.  Samstarf - leiðir til þess að við náum meiri árangri á öllum sviðum sem snerta mannlegt líf. Og það eru engin takmörk fyrir þeirri þekkingu og hagsæld, sem samstarf getur leitt af sér.

Competition has brought us humans some incredible benefits, but too much competition leads to and develops anger and disruption. We have yet to explore the outer limits of cooperation! 

Nám & skemmtun - Learning & fun:  „Það er leikur að læra“ er setning sem er öllum Íslendingum kunn og hún er okkur í Áskorun kær. Að okkar mati er hægt að læra flókna og erfiða hluti, vera í samskiptum hópsins og eiga samtímis ánægjulegar stundir með sér og öðrum.

"Learning is a game" is an old Icelandic saying that we like a lot. Playfulness and joy makes all learning better and something more...

Hugsmíðahyggja & félagsleg hugsmíðahyggja - Constructivism & socio-constructivism:  Öll höfum við mynd af veröldinni í huganum, sem er byggð á persónulegri reynslu. Stundum veldur reynslan því að við breytum hugsmíð okkar, rífum niður og/eða endurbyggjum hluta af þessari „byggingu“ af heiminum. Það er hugsmíðahyggja. 

En við búum ekki ein í heiminum og þegar við berum okkar hugsmíð saman við hugsmíð annarra, komumst við að niðurstöðu eða náum sátt um, hvað eigi að vera hluti af hugsmíðinni eða ekki, m.ö.o. hvernig heimurinn lítur út. Það er "félagsleg" hugsmíðahyggja.

Constructivism, that each of us has created or constructed the world in our minds, is the philosopy of the world that we believe in. And that each of us repairs or rebuilds this construct when experience demands it. Social Constructivism is when we rebuild and reconstruct our world with others.

Fegurð & stíll - Beauty & style:  Fegurð og stíll í orðum, athöfnum og verkum eru mikilvæg. Því reynum við að klára okkar verkefni og markmið, fallega og með eins góðum stíl og okkur er mögulegt.

In our view everything is made better if we concern ourselves with beauty and style. We want to keep an eye on beauty and style.

Flæði: Flæði er hugarástandið þegar við „gleymum stund og stað“ við að leysa verkefni sem vekur einlægan áhuga okkar og ánægju. Flæði er merki um að jafnvægi sé á milli áskorunar í verkefninu og færni okkar til að leysa það. Þannig námsverkefni viljum við hjá Áskorun bjóða þátttakendum okkar.

"Flow" is a positive state of mind where the challenge of the task is met by our skills to address it, and we become so involved in the problem-solving task that our sense of time is lost.