Félög og félagasamtök / Non-formal organizations

Námskeið Áskorunar eru gæðarými fyrir hópa til að gera, hugsa og vera. Hópar eru flókin mannleg kerfi og stundum verða hópar "meira en" summa einstaklinganna gefur tilefni til en stundum verða þeir "minna en" summan gefur tilefni til. Við getum hjálpað "hópum" að laða fram bestu eiginleika sína og þátttakendunum að skilja betur hegðun sína í mismunandi hlutverkum innan hópsins, t.d. sem leiðtoga, leiðbeinandur eða sem mis-virkra meðlimi í hópi.

Áskorun hefur mikla reynslu af að vinna með ólíkum félögum og félagasamtökum, þar sem hópar fólks hafa komið saman til að vinna að sínum hugðarefnum. Félagahópar eða samtök þurfa einnig að finna rými til að huga að hópnum sjálfum, t.d. til að hlúa að vexti hans og viðgangi eða til að horfast í augu við aðstæður sem gera honum erfitt fyrir.

Í Áskorun er, fyrir utan þekkungu okkar á innri ferðalögum hópa, einnig yfirgripsmikil þekking á ytri ferðalögum hópa - hvort sem er undirbúningi, skipulagi og framkvæmd stuttra sem langra ferðalaga um öræfi á Íslandi og víðar. Best þekkjum við Þó til lengri gönguferða með bakpoka, hjólaferða og siglinga á seglbátum eða róðrarbátum, kanó og kajak. .