Fyrirtæki og stofnanir - Corporations & Institutions

Hópar eru flókin mannleg kerfi, og stundum verða hópar "minna en" summa einstaklinganna gefur tilefni til og stundum verða þeir "meira en" summan. Stundum byrja hópar af krafti en missa svo flugið og stundum byrja hópar illa en verða svo frábærir. Starfshópar og aðrir hópar þurfa oft rými til að huga að hópnum sjálfum, t.d. til að hlúa að vexti hans og viðgangi eða til að horfast í augu við að líftími hópsins er takmarkaðu, því að hópar settir saman af ýmsum ástæðum, til að uppfylla ólík markmið og þeir eiga sín eigin líf.

Sérfræðingar Áskorunar hafa margra ára reynslu af starfi með hópa, af meðferðarstarfi og af vinnu með erfiðar aðstæður sem upp geta komið í hópum, s.s. torleysanlegan ágreining, hóphugsun, einelti o.fl. Við getum hjálpað hópum í þessu innra ferðalagi, svo þeir geti laðað fram bestu eiginleika sína. Og við getum hjálpað meðlimum hópa til að skilja betur hegðun sína í ýmsum hlutverkum innan hópsins, s.s. leiðtoga, leiðbeinanda eða sem virkra meðlima í hópi. Námskeið Áskorunar eru gæðarými fyrir hópa til að hugsa um sig.