Skólar og menntastofnanir

  • Print

Hjá Áskorun er mikil þekking á kennslufræði útináms og ævintýra- og reynslunáms sem getur gagnast skólum og menntstofnunum. Aðferðir úti-, ævintýra- og reynslunáms eru ekki formlegar, eins og skólakennsla innan fjögurra veggja skólans er oftast og því gagnlegar fyrir þá sem vilja nýta sér það námsumhverfi sem er undir berum himni og njóta virðisaukans sem felst í ríku námsumhverfi utan dyra.

Hópar verða til af margvíslegum ástæðum og til að uppfylla ólík markmið - og hópar eiga sín eigin líf. Hópar eru flókin mannleg kerfi, en stundum verða hópar „minna en“ summa einstaklinganna gefur tilefni til og stundum verða þeir „meira en“ summan gefur tilefni til. Stundum byrja hópar vel en missa svo flugið og aðrir hópar byrja illa en verða svo frábærir. Við getum hjálpað hópum til að laða fram og nýta bestu eiginleika sína og meðlimum hópa getum hjálpað til að skilja betur hegðun sína sem leiðtoga, leiðbeinanda og sem virkra meðlima í hópi. Námskeið Áskorunar eru tækifæri og gott næði fyrir hópa til að hugsa.

Sérfræðingar Áskorunar hafa margra ára reynslu af meðferðarstarfi og vinnu með erfiðar aðstæður sem upp geta komið í hópum, eins og erfiðan ágreining, hóphugsun og einelti. Við bjóðum einnig upp á uppörvandi fyrirlestra um ýmis málefni sem snúa að manneskjum. 

Í Áskorun er einnig yfirgripsmikil þekking á undirbúningi, skipulagi og framkvæmd stuttra sem langra ferðalaga um öræfi á Íslandi og víðar, en best þekkjum við til gönguferða með bakpoka, hjólaferða og siglinga á seglbátum eða róðrarbátum, kanó og kajak.