Markhópar

  • Print

Manneskjur að vaxa og þroskast í lífinu, og það er mikilvægt fyrir okkur öll að læra fjölbreyttar aðferðir til að takast á við bæði það jákvæða og það neikvæða sem lífið færir okkur. Því fleiri bjargir sem við höfum, því betur tekst okkur að leysa verkefnin í lífinu. Bandaríski sálfræðingurinn Abraham Maslow sagði eitt sinn: „Ef eina verkfærið sem þú hefur til að leysa vandamál með er hamar, þá hefur þú tilhneigingu til að sjá öll vandamál sem nagla“.

Meginmarkmið náms að okkar mati, er að styrkja vitund, efla vöxt og stuðla að þroska einstaklinga og hópa, út frá þeirri vissu að:

  • Það þurfi að huga vel að eigin vexti og þroska, til að geta stuðlað að og stutt við vöxt og þroska annarra. 
  • Því meiri sjálfsvitund sem við náum að þroska, því betur sjáum við hvernig okkar eigin viðbrögð mótast af hugsunar- og hegðunarmynstrum - og þeim mun betur getum við skilið aðra og stutt við þroska þeirra.

Okkar námsferli eru fyrir alla sem vilja þroskast í lífinu, en sérstaklega fyrir þá sem vinna með öðru fólki og eru sjálfir verkfærið í starfinu.

Við klæðskerasaumum þjálfunarferlin okkar að þörfum þeirra hópa sem til okkar leita og í samtali við verkkaupa greinum við náms- og þjálfunarmarkmiðin. Við erum þó alltaf meðvituð um að þjálfunarferli eru lífræn ferli, sem hugsanlega þarf að aðlaga, þróa og breyta þegar í hólminn er komið.