Saga fyrirtækisins

Björn Vilhjálmsson, Jakob Frímann Þorsteinsson og Þórarinn Eyfjörð stofnuðu fræðslu- og þjálfunarfyrirtækið Áskorun vorið 2000, á Þingvöllum í Lögréttu hinni fornu. Nafn fyrirtækisins „Áskorun" er tilvísun í lykilhugtak í hugmyndafræði Reynslunáms um áskoranir og nám, og þótti okkur það vera viðeigandi nafn á fyrirtæki, sem hefur vöxt og þroska fólks að leiðarljósi. Síðan 2012 er eigandi og framkvæmdastjóri Áskorunar ehf Björn Vilhjálmsson.

Tilgangur Áskorunar hefur frá upphafi verið vettvangur og umgjörð um fræðslu- og menntunarstarfsemi okkar eigendanna fyrir ólíka hópa fólks. Við erum sérfræðingar í að vinna með námsferli í hópum, þ.e. í að virkja hópa sem lítil námssamfélög, aðstoða hópa til að verða virkari og getumeiri í samskiptum og samstarfi, og í að laða fram leiðtogann sem býr innra með fólki.

Áskorun (the Challenge), training and education, it is a private share-holding company. It was established at Thingvellir, a national treasure, in the year 2000 by Björn Vilhjálmsson, Jakob Frímann Þorsteinsson and Þórarinn Eyfjörð. The name is the word for one of the key-concepts of Experiential Learning and we thought it was a suitable name for our company. Today the company is run and owned by Björn Vilhjálmsson.

The mission of Áskorun to facilitate process-learning and to support and guide different groups to create communities of learning. We want to help learners to become more able and active in learning, communication and cooperation, and in discovering the leader inside of all of us.