Via Experientia - Leið reynslunnar

  • Print

Via Experientia – International Academy of Experiential Education

Áskorun ehf er aðili að Via Experientia - International Academy of Experiential Education og hefur um árabil starfað á Evrópuvísu að þjálfun kennara, leiðbeinenda, leiðtoga í æskulýðsstarfi og fleiri faghópa.Via Experientia varð til sem frumkvæðisverkefni í fullorðinsfræðslu, sem styrkt var af Grundtvig styrkjaáætlun Evrópusambandisns. Sjá Samstarfsaðilar.

Via Experientia - Partners

Via Experientia –Partners er samstarfsvettvangur nokkurra sérfræðinga og menntunar- og þjálfunarfyrirtækja sem um árabil hafa starfað saman að því að kynna og þjálfa fólk samkvæmt hugmynda- og aðferðafræði Reynslunáms eða reynslumiðaðs náms (e. experiential learning).

Via Experientia – félagar, bjóða árlega upp á Via Experientia - LTTC eða Via Experientia - langtíma þjálfunarnámskeið, um hugmynda- og aðferðafræði reynslumiðaðs náms.
Að auki bjóðum við árlega upp á nokkrar 3-4 daga vinnustofur um sérstaka náms- eða efnisþætti, þar sem kafað er djúpt í einn afmarkaðan þátt.

Via Experientia LTDC - Langtíma þjálfunarnámskeið á Evrópuvísu: 

Sjá heimasíðu Via Experientia Partners. 
Þetta námskeið er kennt á ensku og fer fram í fjölþjóðlegu samhengi. Náms- og þjálfunarferlið er í þremur hlutum og fer fram á þremur stöðum.  Fyrsti hlutinn er 7 daga námskeið í Litháen um reynslunám og ígrundun, sem fer fram með reynslunámsaðferðum og að miklu leyti utan dyra.  Annar hlutinn er 5 dagar sem fara fram í Belgíu, þar sem þátttakendurnir beita hugmynda- og aðferðafræði reynslunáms, með ráðgjöf og stuðningi frá þjálfarateyminu.  Þriðji hlutinn fer fram á Ítalíu. Þar verður haldið áfram að dýpka hugmyndafræði og aðferðir útimiðaðs reynslunáms og aðrar útfærslur en okkar kynntar, og síðan er námsferlinu lokað.

 

Workshops: Sjá heimasíðu Via Experientia Partners.

Árlega bjóðum við upp á nokkrar 3-4 daga vinnustofur um sérstaka náms- eða efnisþætti ígrundandi reynslunáms.Þarna er kafað enn dýpra í einn afmarkaðan þátt og möguleikar hans og takmarkanir kannaðir. Skoðaðu vinnustofur á vegum Via Experientia partners um:

  • Drama – leikrænar aðferðir í reynslunámi.
  • Group – hópafræði fyrir lengra komna.
  • Silence – þögn sem reynslunám og aðferð til að auka þroska.