Þjálfun og handleiðsla

Verð fyrir langtímaþjálfun og handleiðslu: Lengd og verð námskeiða er samkomulagsatriði milli verkkaupa og Áskorunar, en þegar verkefnið og markmið þess hafa verið skilgreind, gerum við tilboð.

Almennt um þjálfun og handleiðslu

Þjálfun og handleiðsla vísar sérstaklega til lengri náms- og þjálfunarferla fyrir starfshópa eða starfstengda hópa (þ.e. þátttakendur sem starfa á sama sviði en hjá mismunandi vinnuveitendum), þar sem ætlunin er að innleiða eða fylgja eftir breytingum á viðhorfum, aðferðum og hugmyndafræði.
Þessi breytingaferli standa oft yfir í 3-12 mánuði og er ferlinu skipt í tvo eða fleiri kafla sem allir hefjast með námslotu (þ.e. 2-12 daga námskeiði) þar sem farið er yfir námsefni, hugmyndafræði og aðferðir.
Þátttakendur fara síðan heim og reyna að tengja nýju þekkinguna og námið við veruleikann og beita því á sínum vinnustað.

Þessum prófunum á hugmyndum og aðferðum við raunverulegar aðstæður er fylgt eftir með heimsóknum Áskorunar á vinnustaðina. Þar er árangurinn af breytingum er ígrundaður, og kostir og gallar metnir. Þá er einnig tækifæri til að innleiða nýja þekkingu og aðferðir, ásamt því að handleiða starfsfólkið og styðja, bæði í starfsþróun þess og persónuþroska.