Vinnustofur

Hjá Áskorun ehf skilgreinum við vinnustofur sem stutt námskeið eða ferli (hálfur dagur eða minna) um tiltekið málefni eða þema. Vinnustofuferli er oft samsett úr stuttum fyrirlestrum og verklegum æfingum á víxl, þar sem æfingarnar undirstrika, skýra betur eða þjálfa tiltekna færni eða aðferðafræði sem verið er að fjalla um.
Dæmigerð 2-4 stunda vinnustofa gæti verið það sem í daglegu tali kallast hópefli. Hópar eru „efldir“ til að þeir verði árangursríkari í störfum sínum, til að auka þekkingu einstaklinganna á ‚hinum‘ í hópnum og til að bæta líðan einstaklinganna í honum. Við flokkum hópefli í fjóra flokka, fjörefli, hópefli, teymisþjálfun og liðsheildarvinnu, og við gerum þennan greinarmun eftir: a) tímamagninu sem fer í hópeflið, b) hversu vel má koma námi að í ferlinu, og c) hvers má vænta af hópunum eftir hópeflið.
Ýmsar leiðir er hægt að fara í þessu tilliti, en ferlið hefst þó alltaf á greiningu á þörfum hópsins og óskum verkkaupans, síðan gerum við tilboð í verkið.

Fjörefli: Stendur í 1-2 stundir og er mest notað til að lyfta hópinum upp og hressa hann við. Með leikjum og skemmtilegum æfingum hristist hópurinn saman, hlær, er virkur og á góða stund saman. Fjörefli skilar yfirleitt ekki í dýpra námi, en það skilar sér oft í léttara andrúmslofti og húmor á vinnustað.

Hópefli: Stendur í 2-4 stundir. Hópeflið hristir hópa saman og hópmeðlimirnir kynnast nánar, kemur blóðinu á hreifingu, gerir hópa virkari, virkjar einnig hláturinn, og samskiptin eflast þegar glímt er við óvenjuleg og áhugaverð viðfangsefni. Hópefli ætti að efla hópinn til verka sem verða til góðs fyrir einstaklinginn og hópinn í heild sinni.

Sjá meira um lengri eflingu hópa, t.d. lengra hópefli, teymisþjálfun og liðsheildarvinnu hér: Námskeið

Additional information